Leikskóli Margrétar
 

Foreldrafélag Gidole var stofnað af áhugafólki í ágúst 2010. Tilgangur félagsins er að gefa börnum á forskólaaldri í borginni Gidole í Eþíópíu tækifæri sem þau hefðu annars ekki fengið.

 

 

   

 

 Trúboðinn og heiðurskonan Margrét Hróbjartsdóttir er mjög þekkt í Gidole og Konso. Foreldrafélag Gidole stofnaði leikskóla í Gidole sem ber nafnið Leikskóli Margrétar. Nafn leikskólans er til að heiðra störf hennar, en hún hefur starfað á þessum slóðum í um það bil hálfa öld.  Fólk um allan heim hefur náð árangri í lífinu sem það  þakkar Margréti.  Það er von okkar og ósk að leikskólinn okkar, sem er helgaður nafni hennar, muni veita hinum þurfandi í Gidole stuðning og bættar framtíðarhorfur.

 

 

 

  
Í byrjun september 2010 nutu 12 börn á vegum Foreldrafélags Gidole fengið ókeypis skólagöngu, fæði og skólabúninga. Í júní 2011 eru þau orðin 17.    Við leikskóla Margrétar starfa tveir kennarar, tveir öryggisverðir, matselja og forstöðumadur

Stofnandi leikskólans,Yirga Mekonnen, hefur séð um fjármögnun byggingarinnar og að koma starfinu í gang. Í ágúst var lokið við að byggja fyrsta hluta leikskólans, en það vantar fleiri kennslustofur, húsgögn, leikföng, bækur og önnur kennslugögn.
 
 
Stefna Foreldrafélagsins er að stuðningur við börnin sé aðskilinn við rekstur og uppbyggingu leikskólans. Foreldri sem tekur að sér barn skuldbindur sig til að leggja fram mánaðarlegt framlag til uppihalds barnsins.
Framlög og styrkir til uppbyggingar leikskólanum eru þegnir með kærleiks þökkum.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem vilja taka þátt í þessu starfi með okkur
.

Sögur af börnunum okkar

 

 

Hulagerish Belete, Emati Belete, Abatu Belete og litla systir þeirra 

 

 

 

Þessi sjö ára stúlka er Hulagerish Belete frá Gidole.  Faðir hennar lést úr alnæmi og móðir hennar er stöðugt veik. Hulagerish annast systkyni sín, hina fimm ára Emaiti, fjögurra ára Abatu, litlu systurina sem Hulagerish heldur á og er tveggja ára, og svo auðvitað móður sína.

Hulagerish hefur aldrei gengið í skóla, fyrr en núna.  Hún betlaði daglega í Gidoleborg til að sjá fjölskyldunni fyrir mat.  Stundum vann hún til að komast yfir brauð.

 Við höfum góðar fréttir og slæmar af þessari fjölskyldu.  Góðu fréttirnar eru að Hulagerish og bróðir hennar Abatu eru meðal þeirra sem hafa hlotið skólavist, fæði og skólabúninga á vegum Foreldrafélags Gidole. Leiðinlegu fréttirnar eru hinsvegar að Emaiti og litla tveggja ára stúlkan, ásamt móður þeirra, hafa ennþá engann til að annast sig.
Þær og mörg önnur börn eru í sömu sporum og verkefnið okkar er risastórt og vegferðin framundan er löng en með hjálp allra sem vilja ljá okkur hjálparhönd getum við gert svo mikið.

Heimsokn i Januar 2013