Gidole er gömul borg í suður-Eþíopíu, og þar er aðsetur stjórnar Dirashe héraðsins.   Borgin hefur hnitin: 37°25,818 og 122°05,36W og hæð yfir sjávarmál er frá 2045 að 2650 metrum.

Nafn borgarinnar er dregið af Gidole eða Gardulla fólkinu, þjóðflokki í suður Eþíópíu, betur þekkt sem Dirashe héraðið.  Í því héraði einu eru að minnsta kosti fimm þjóðflokkar,hver með sitt eigið tungumál .

Í frásögn Oscar Rudolph Neumann, sem heimsótti borgina árið 1902, segir að Gidole hafi verið aðsetur drottningar Dirashe þar til Eþíópubúar undir stjórn Menelk II lögðu borgina undir sig. Drottningin var á lífi meðan á heimsókn Neumann stóð. 

Samkvæmt tölum frá hagstofunni árið 2005 var áætlaður mannfjöldi á svæðinu 129,934.  Gamla Gidole borgin var áður á High Mount Gardolla (2545 mtr) fram að seinni heimsstyrjöld, en seinna færðu Ítalir borgina neðar, á staðinn þar sem hún er núna.  Flestir íbúar Gidole tala minns þrjú tungumál sem eru notuð á svæðinu.  Gidole borg er ein af fáum starfsstöðvun íslenska Kristinboðssambandsins  í Eþíópíu, sem er þar með trúboða, lækna, hjúkrunarkonur og svo framvegis.