FORELDRAFÉLAG GIDOLE / ETHIOPIA

 

 

Foreldrafélag Gidole er líknarfélag sem er rekið án hagnaðar en vinnur að því að tryggja menntun og sjá fyrir fátækum og munaðarlausum börnum í borginni GIDOLE í Eþíópiu

Í september 2010 tókst okkur að opna leikskóla og í byrjun voru 12 börn á okkar vegum.

Hugmyndafræðin 

Í barnæsku er lagður grunnur að lífinu framundan. Það uppeldi sem börn fá á unga aldri leggur grunninn að og mótar fullorðinsárin.  Ást, öryggi, umhyggja og sálrænn stuðningur sem barnið nýtur á unga aldri er mikilvægur þáttur í því að barnið öðlist heilbrigða sýn á lífið og leggi grunn að tryggri framtíð.  Leikskólar og sambærilegar stofnanir gegna mikilvægu hlutverki í grunnmenntum barn

   Þessar stofnanir hafa ekki verið til í Gidole.

 Það er ætlun Foreldrafélags Gidole að brúa þetta bil.

Framtíðarsýn

 

 Börn Foreldrafélags Gidole munu hjálpa til við að þróa hina nýju Eþíópíu, með áherslu á þekkingu, umburðarlyndi, lýðræði, frelsi, frið, jafnrétti, réttlæti bjartsýni, umhyggju og vinnusemi.

    a , stofna, styrkja og byggja upp starfsemi Leikskóla Margrétar í  GidoleHlutverk Foreldrafélags Gidole er tvíþætt:

 

    b , að sjá fátækum börnum fyrir fæði, klæði, húsaskjóli og menntun.

 Foreldrafélag Gidole vinnur að því að byggja upp samtök sem eru sterk frá fjárhagslegu og skipulagslegu sjónarmiði, með samvinnu við líknarfélög, leikskóla, skóla og fyrirtæki.

 Framfærsla barna

 Styrktarkerfi Foreldrafélags Gidole byggir á 2.500 króna framlagi á mánuði  (m.v. gengi 15. júní 2011)

 Nafnið

„Foreldrafélag Gidole“ er valið til að undirstrika þá einlægu ákvörðun styrktaraðila að vera foreldri hinna þurfandi barna í Gidole borg. Það á að vera börnunum til hagsbóta að vera hluti af þessu starfi. Við munum stefna að því að skjólstæðingar Foreldrafélags Gidole verði vinnusöm, frjó og framsækin og að þau öðlist jákvæðan þroska í uppeldinu.

 Foreldrafélag Gidole og fyrsta verkefnið

 

 Fyrsta verkefnið okkar var að byggja og stofna leikskóla í Gidole.  Þessi skóli er kenndur við hinn þekkta, ljúfa, ástríka íslenska trúboða  Margréti Hróbjartsdóttur.  Hún starfaði í rúm 50 ár í Konso og Gidole.  Starfsemi leikskóla Margrétar hófst í september 2010 og síðan þá hafa verða teknar í notkun tvær kennslustofur til viðbótar.

 Yirga Mekonnen aflaði fjár til byggingar leikskólans og upphafs starfseminnar.  Leikskóli Margrétar sér nú 17 fátækum börnum fyrir mat, fötum og menntun.  Kostnaðinn greiða 15 styrktaraðilar á Íslandi með milligöngu Foreldrafélags Gidole.

 Stefnuyfirlýsing

 Gildi Foreldrafélags Gidole eru byggð á Barnasáttmála sem var tekinn upp af Sameinuðu þjóðunum 20. nóvember 1989 og Mannréttinda yfirlýsingunni.

 Stjórn

  foreldrafélagi Gidole eru 5 stjórnarmenn, 3 aðalmenn og 2 til vara. Stjórnin ræður málefnum félagsins milli aðalfunda.  Fyrsta stjórn var kosin 25. maí 2010. Í stjórn eru Maria Loa Friðjónsdottir, Yirga Mekonnen Beyene, Sigvaldi Jóhannsson, Arni Magnús Hannesson (varamaður) og Azeb Kahssay (varamaður).