Vilt þú verða að liði?

Við bjóðum þig velkomin sem stuðningsaðili fyrir börnin í Gidole, Eþíópíu.

Sem Gidole stuðningsaðili getur þú veitt börnum tækifæri sem þau annars færu á mis við.

 
Þegar stuðningsforeldri hefur stuðninginn er best að hafa samband við bankann og biðja hann um að setja upp fastar mánaðarlegar millifærslur inná reikning barnana sem er 0515-26-590810 og kennitalan er 590810-0960 kr. 2.500 pr. mánuð.

Fyrstu tvö framlögin eru notuð til að kaupa föt, skólatösku og skóladót og annað sem barnið þarf í leikskólanum. Eftir það látum við barnið vita að það sé komið með stuðningsforeldri og bjóðum það velkomið í leikskólann þar sem barnið fær 2-3 máltíðir á dag, kennslu og húsaskjól og nýtur samvista við kennara, matráðskonu og önnur börn sem dvelja á leikskólanum.

Þegar búið er að velja barn sem er svo heppið að hafa þig sem stuðningsaðila færð þú sent bréf með upplýsingum um barnið ásamt mynd af barninu.

Þeir sem vilja vera í beinum tengslum við börnin sem þeir styðja fá allar nauðsynlegar upplýsingar.  Allir stuðningsaðilar munu fá fréttabréf í netpósti einu sinni á ári.


Verið innilega velkomin í liðveislu fyrir börnin í Foreldrafélagi Gidole!!Fyrir þá sem vilja leggja okkur lið með svefnskálabygginguna svo

börnin okkar þurfi ekki að sofa á götunni þá er söfnunarreikningurinn

515-14-406015 Kennitala:  590810-0960

 

Viltu vita meira, haðu samband?
 Email harpa1602@yahoo.co.uk         Email  yirga@parentsgidole.com