FORELDRAFÉLAG GIDOLE EÞIOPIA  

Foreldrafélag Gidole er líknarfélag sem er rekið án hagnaðar, og vinnur að því að tryggja menntun fátækra barna frá borginni GIDOLE - Ethiopia sem eru munaðarlaus og hafa sýkst af alnæmi. Í september 2010 nutu 12 börn stuðnings félagsins. Í júní 2011 eru þau orðin 17 talsins. 15 sjálfboðaliðar hafa verið stuðningsforeldrar jafnmargra barna, og sent lágmarksgreiðslu, sem er 2.500 krónur á mánuði.

 
Hjartans þakkir allir sem hafa haft samband við okkur og/eða þeir sem hafa lagt okkur lið með framlögum til byggingar svefnskálans. Mikið var gaman að sjá svona falleg viðbrögð, slíkur stuðningur er ómetnanlegur.

Við erum að koma heimasíðunni okkar á laggirnar þannig að þar munu birtast fréttir en einnig verða stuðningsforeldrum sendar fréttir af sínu barni amk einu sinni á ári.

Við ætlum einnig að bjóða stuðningsforeldrum að hitta okkur og þiggja kaffisopa með okkur þegar líða tekur á sumarið, þá munum við einnig segja frá því sem áunnist hefur og hvað er framundan.

  Núna er hægt að heita á Foreldrafélagið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fer fram 20.ágúst n.k. http://marathon.is/godgerdamal/godgerdafelog og viljum við hvetja alla sem hlaupa og vilja leggja okkur lið að skrá sig. Hjartans þakkir og gangi ykkur vel.  

  FORELDRAFÉLAG GIDOLE

 
Foreldrafélag Gidole
Fifusel 36
109 Reykjavik
Iceland
 
  Harpa Jósefsdóttir Amin
+354 6964364+354 6964364
Netfang  harpa1602@yahoo.co.uk
 
Yirga Mekonnen
Telephone
+354 6953851+354 6953851
 
                                

                      2015 Graduation
                                                                                                                                                                                                               
         
 
Kort af Gidole
 
 
 
Kort af Gidole/Ethiopa